Leit
Loka

Meðgöngu- og sængurlegudeild

Á meðgöngu- og sængurlegudeild dvelja foreldrar með nýfædd börn eftir fæðingu og konur sem þurfa að leggjast inn vegna heilsufarsvandamála sem tengjast meðgöngu.

Deildarstjóri

María G. Þórisdóttir yfirljósmóðir

mariath@landspitali.is
Yfirlæknir

Hulda Hjartardóttir

huldahja@landspitali.is

Meðgöngu- og sængurlegudeild RS-veira - Sýkingarhætta

Vegna sýkingarhættu af RS-veiru eru allar heimsóknir barna yngri en 12 ára bannaðar á vökudeild, fæðingarvakt, meðgöngu- og sængurlegudeild og göngudeild mæðraverndar. Aðrar heimsóknir er takmarkaðar

Banner mynd fyrir Meðgöngu- og sængurlegudeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn, alla daga.

Meðgöngu- og sængurlegudeild - mynd

Hér erum við

Meðgöngu- og sængurlegudeild 22A er staðsett á 2. hæð til vinstri. Aðalinngangur kvennadeildar er opinn frá kl. 07:00-21:00. Utan þess tíma þarf að hringja bjöllu við næturinngang sem er hægra megin við aðalinngang.

Brjóstagjöf

Upphaf brjóstagjafar og ráðleggingar

Kaflar:
- Ráðleggingar og almennt
- Húð við húð
- Mjólkurframleiðsla
- Broddurinn
- Rétt grip barns á geirvörtu

Nýburinn og brjóstagjöf

Kaflar:

- Hvernig veit ég að barnið mitt er svangt
- Algeng hegðun nýburnas fyrsta sólahringinn eftir fæðingu
- Algeng hegðun nýburans á degi tvö eftir fæðingu
- Dagur 2-3 í lífi barnsins
- Nótt númer 2
- Dagur 3-5 eftir fæðingu
- Hvernig veit ég að barnið mitt er að fá nóg að borða?
- Helstu áskoranir í brjóstagjöf fyrstu dagana

Hvað ef barnið mitt tekur ekki brjóst? Helstu áskoranir fyrstu dagana

Kaflar:

- Handmjólkun
- Hvað ef barnið mitt léttist of mikið?
- Ábótagjafir – þarf barnið mitt þurrmjólk?
- Hvað er eðlilegt að finna í brjóstagjöf
- Stálmi
- Sár og sársauki

Hagnýtar upplýsingar

Á deildinni dvelja fjölskyldur eftir fæðingu og konur með heilsufarsvandamál á meðgöngunni. Starfsfólk deildarinnar veitir faglega þjónustu og stuðning með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi.

Á deildinni starfa m. a. ljósmæður, læknar, ritari, sjúkraliðar, aðstoðarfólk og félagsráðgjafar. Einnig er aðgangur að öðrum fagaðilum svo sem sjúkraþjálfara, næringarráðgjafa, presti, ásamt fleirum.

Meðgöngu- og sængurlegudeild upplýsingarit

Hægt er að fá aðgang að „gestaneti“ spítalans sem er virkt á flestum starfsstöðvum hans.

Við biðjum ykkur um að hafa eftirfarandi atriði í huga við notkun á netinu:

 • Að virða friðhelgi einkalífsins.Ekki tala um heilsufar eða aðstæður annarra skjólstæðinga deildarinnar, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi.
 • Ekki setja inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi.
 • Ekki setja upplýsingar úr sjúkraskrá á netið.

Eftir eðlilega fæðingu býðst foreldrum að dvelja á meðgöngu- og sængurlegudeild í allt að sólarhring og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður fyrstu vikuna. Í sængurlegunni er lögð áhersla á hvíld, tengslamyndun og farsælt upphaf brjóstagjafar og næringu nýburans. Ef konur og börn þurfa sérhæfða þjónustu í sængurlegu getur sjúkrahúsdvölin verið lengri. Myndband um sængurlegu.

 Mikilvægt er að hreinlegt sé í kringum sængurkonur og nýfædd börn. Til að minnka líkur á sýkingum hjá nýbura og móður er nauðsynlegt þvo eða spritta hendur. Sérstaklega ráðleggjum við móður að þvo sér bæði fyrir og eftir salernisferðir.

Konur sem fara í fyrirfram ákveðinn keisaraskurð mæta að morgni aðgerðadags á deildina. Ritari deildarinnar mun hringja í vikunni fyrir aðgerð og lætur vita klukkan hvað þú átt að mæta á deildina. Eftir fæðingu með keisaraskurði býðst foreldrum að dvelja í allt að 48 klukkustundir á deildinni og þiggja síðan heimaþjónustu frá ljósmóður. Nánari upplýsingar má finna í fræðslubæklingnum Undirbúningur fyrir fæðingu með valkeisaraskurði.Konum, sem eiga að baki eðlilega meðgöngu og fæðingu og eignast heilbrigt barn, gefst kostur á að fara heim og njóta þar umönnunar ljósmóður. Miðað er við heimferð fjölbyrju innan 12 klukkustunda frá fæðingu og frumbyrju innan 24 klukkustunda frá fæðingu.
Gott er að láta ljósmóður á deild vita ef þið hafið ákveðnar óskir um hvaða ljósmóðir sinnir ykkur í heimaþjónustu.
Í ákveðnum tilvikum geta mæður og börn útskrifast 36-72 klukkutímum frá fæðingu og þegið heimaþjónustu ljósmóður. Ákvörðunin er ávallt tekin með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni í samráði við móður/fjölskyldu og fagfólk.

Mælt er með að mæður og börn sem greind eru með alvarleg heilsufarsvandamál og þarfnast náins eftirlits liggi sængurlegu. Sængurlega er sjaldnast lengur en 3-5 dagar en fer þó eftir aðstæðum hverju sinni. Þegar kona liggur sængurlegu er henni boðið útskriftarviðtal við ljósmóður fyrir heimferð. Mælt er með að maki/stuðningsaðili sé viðstaddur viðtalið. Farið er í gegnum helstu þætti er lúta að líkamlegri og andlegri líðan eftir fæðingu, umönnun barnsins og brjóstagjöf.
Mikilvægt er að hafa samband við ung- og smábarnavernd heilsugæslu fljótlega eftir heimkomu til að láta vita af fæðingu barns.

 • Á fyrsta sólarhring eftir fæðingu er boðið upp á að barnið sé skoðað af nýburalækni. Einnig er boðið upp á skoðun við um fimm daga aldur barns. Sú skoðun fer fram á göngudeild Barnaspítala Hringsins.
 • Mælt er með að súrefnismettun sé mæld í hendi og fæti nýbura fyrir útskrift. Þessi mæling er gerð til að leita að alvarlegum meðfæddum hjartagöllum.
 • Fæðingarlæknir gengur stofugang til þeirra kvenna sem þarfnast frekara mats vegna sjúkdóma á meðgöngu og/eða vandamála sem hafa komið upp í tengslum við fæðinguna.

Áður en farið er heim þarf að ganga úr skugga um að:

 • Búið sé að útvega ljósmóður sem sinnir heimaþjónustu ef við á.
 • Hafa meðferðis gögn fyrir þann sem sinnir heimaþjónustu.

Sendar hafi verið upplýsingar í Heilsuveru móður um:

 • Hver veitir heimaþjónustu.
 • Bókaðan tíma í 5 daga skoðun.

 

Hættumerki eftir fæðingu

Mikilvægt er að hafa í huga að ef kona fær hita, kviðverki, aukna blæðingu eða illa lyktandi útferð eftir heimkomu (fyrstu tvær vikurnar) er ráðlagt að hafa samband við mæðravernd 22-B á dagvinnutíma í síma: 543-3253. Utan dagvinnutíma skal hafa samband við skiptiborð Landspítala í síma: 543-1000. Eftir fyrstu 2 vikurnar er konum ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð eða Læknavaktina. Konur sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins hafa samband við lækni á viðkomandi heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi.

Vandamál í sambandi við brjóstagjöf

Ef vandamál koma upp í sambandi við brjóstagjöf er haft samband við sína heilsugæslu á dagvinnutíma. Utan dagvinnutíma er hægt að leita til ljósmæðra á Kvennadeild vegna alvarlegra brjóstagjafavandmála í síma : 543-1000.

Önnur þjónusta

Við deildina starfar fagfólk frá ýmsum sviðum Landspítala sem hægt er að kalla til eftir þörfum og má þar nefna: Félagsráðgjafa, prest, sálfræðing, geðlækni, sjúkraþjálfara og næringarráðgjafa.

Heyrnarmæling nýbura

Boðið er upp á heyrnarmælingu nýburans og fer hún fram hér á deildinni eða þegar komið er með barnið í 5 daga skoðun á Barnaspítala Hringsins. Ef ekki næst að gera heyrnarmælingu á deildinni eða í 5 daga skoðun er foreldrum ráðlagt að hafa samband við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í síma: 581-3855.

Barn veikist 
Leitað er til bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins ef barnið:

 • Fer að anda hratt (oftar en 60 sinnum á mínútu) eða kasta upp grænum magasafa.
 • Fær hita yfir 38°C, er slappt og ólíkt sér eða nærist illa.

Ef barnið er eldra en 12 vikna er haft samaband við heilsugæslustöð eða Læknavaktina í síma 1770.

Ef um slys eða neyðartilfelli er að ræða á að hringja í Neyðarlínuna í síma 112.

 

Í neyðartilfellum skal hringja eftir sjúkrabíl í síma 112

 

Á deildinni dvelja jafnframt konur sem þurfa náið eftirlit á meðgöngu s.s. alvarlegan háþrýsting, meðgöngueitrun, hótandi fyrirburafæðingar og fleira. 

Konur/fjölskyldur sem missa fóstur á 12.–22. viku meðgöngu dvelja á deildinni. Misjafnt er hve lengi dvölin er en oftast er um að ræða 1-2 sólarhringa. Að baki missinum geta verið ýmsar og ólíkar ástæður. Kannski varð hann fyrirvaralaust eða hugsanlega leiddi eftirlit á meðgöngu í ljós alvarlega fötlun eða sjúkdóm hjá barninu. Fagfólk deildarinnar veitir nánari upplýsingar, stuðning og ráðgjöf vegna missis. 

Í undantekningartilvikum koma upp vandamál s.s. sýkingar eða blæðingar sem krefjast innlagnar á sjúkrahús.

Fæðingarlæknir kemur daglega á deildina, fær upplýsingar um líðan inniliggjandi kvenna og veitir læknisþjónustu eftir því sem við á.
Barnalæknir kemur daglega á deildina og skoðar nýfædd börn á fyrsta sólahring eftir fæðingu, þau börn sem eru að útskrifast eftir sængurlegu og börn sem þurfa sérstakt eftirlit.

Maka/aðstandanda er velkomið að dvelja á deildinni í sængurlegu eftir að barn er fætt og meðan húsrúm leyfir. Við bendum á að það er konunni mikill styrkur að hafa maka/stuðningsaðila sér við hlið fyrstu dagana eftir fæðingu.
Dvalargjald er samkvæmt gjaldskrá Landspítala.
Sængurföt og morgunverður eða létt máltíð er innifalið í gjaldinu.
Þar sem dvöl á deildinni er stutt er ekki gert ráð fyrir heimsóknum á deildina. Áhersla er lögð á að ná hvíld og jafna sig eftir fæðinguna, kynnast nýja barninu og ná tökum á brjóstagjöf.

Matur og kaffi

• Allar máltíðir eru bornar inn á stofur.
• Morgunverður er milli kl. 08:00 og 09:00.
• Hádegisverður er kl. 12:00.
• Kvöldverður er kl. 17:30.
• Hægt er að ná sér í snarl á kaffiborði sem er staðsett framarlega á ganginum. Þar er einnig kæliskápur þar sem hægt er að geyma mat. Gæta þarf þess að merkja matinn með nafni og dagsetningu.
• Af öryggisástæðum er deildin læst. Ef fara þarf af deildinni er hægt að fá aðgangskort hjá ritara.

Matsalir 

 • Matsalur og kaffihús á Hringbraut eru staðsett á 3. hæð í eldhúsbyggingu.
• Matsalurinn er opinn virka daga kl. 08:00-19:30 og 09:00-19:30 um helgar.
• Á barnaspítalanum er Kvenfélagið Hringurinn með veitingasölu sem er öllum opin.
• Kvennadeild Rauða krossins rekur verslanir í anddyri Landspítala við Hringbraut.
• Sjálfssalar eru í kjallara kvennadeildar, á 1.hæð Barnaspítala Hringsins og í anddyri Landspítala við Hringbraut.


Verið er að breyta fyrirkomulagi Ljáðu mér eyra. Ef konur/foreldar hafa þörf fyrir að ræða um upplifun fæðingar eða kvíða fyrir fæðingu er þeim bent á að hafa samband við ljósmóður á heilsugæslustöð.


Brjóstagjöf

Upphaf brjóstagjafar og ráðleggingar

 • Ráðleggingar og almennt
 • Húð við húð
 • Mjólkurframleiðsla
 • Broddurinn
 • Rétt grip barns á geirvörtu

Nýburinn og brjóstagjöf

 • Hvernig veit ég að barnið mitt er svangt
  - Algeng hegðun nýburnas fyrsta sólahringinn eftir fæðingu
  - Algeng hegðun nýburans á degi tvö eftir fæðingu
  - Dagur 2-3 í lífi barnsins
  - Nótt númer 2
  - Dagur 3-5 eftir fæðingu
  - Hvernig veit ég að barnið mitt er að fá nóg að borða?

Helstu áskoranir í brjóstagjöf fyrstu dagana 

 • Hvað ef barnið mitt tekur ekki brjóst?
  - Handmjólkun
  - Hvað ef barnið mitt léttist of mikið?
  - Ábótagjafir – þarf barnið mitt þurrmjólk?
  - Hvað er eðlilegt að finna í brjóstagjöf
  - Stálmi
  - Sár og sársauki


Fósturgreining

 

Vandamál á meðgöngu

Keisaraskurður

 

Vandamál eftir fæðingu

 

Fósturlát og barnsmissir

Félagsráðgjöf

Félagsráðgjafar á kvennadeildum styðja sjúklinga og fjölskyldur þeirra við að takast á við ýmsa erfiðleika í tengslum við veikindi, meðgöngu og aðstæðum tengdum heilsufari. Þeir eru sem brú á milli spítalans og heimaumhverfis; fjölskyldulífs, heimilis og samfélags.

Hægt er að óska eftir tilvísun til félagsráðgjafa hjá sínum lækni eða ljósmóður.

Myndbönd - Fæðingarþjónusta

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?