Landspítalaappið
Landspítalaappið er smáforrit í boði Landspítala. Í appinu birtast upplýsingar er varða dvöl þína á spítalanum, tímabókanir og einnig ýmsar upplýsingar og aðgerðir sem gagnast án þess að vera inniliggjandi.
Við hvetjum alla sem eru með eldri útgáfu að sækja nýjustu útgáfuna.
Eftirfarandi upplýsingar má finna í appinu
- innlagnir/komur
- tímabókanir
- skráðar ofnæmisupplýsingar
- fræðsluefni
- staða rannsókna
- biðlistar
- tilvísanir
- blóðflokkur
- svör þín við spurningarlistum
- fjöldi einstaklinga á biðstofu Bráðamóttöku
Eftirfarandi er dæmi um aðgerðir sem hægt er að framkvæma í appinu
- svara spurningarlistum sem þér hafa verið sendir
- óska eftir þjónustu hjá þeim deildum sem hafa opnað á þá virkni
- bóka tíma hjá þeim deildum sem hafa opnað á þá virkni
Á meðan á dvöl þinni á spítalanum stendur birtast einnig upplýsingar um:
- lyf
- lífsmarkamælingar
- starfsmenn deildar
- hvað er framundan o.fl.
Appið er aðgengilegt fyrir Android síma og Iphone síma á Google Play og Apple Store undir nafninu „Landspítali“
Eða
Smelltu hér til að sækja fyrir iPhone
Smelltu hér til að sækja fyrir Android
English
Welcome to Landspítali!
With the Landspítali Patient app you can view and manage information related to your hospital stay or visit anywhere anytime. You can see your appointments and location, educational material, answer questionnaires, send in service request for departments that have opened for that service, and more.
Landspítali Patient app is available on Apple Store or Google Play. The name is: „Landspítali”.
Polski
Witamy w spzitalu!
Przy pomocy telefonu i z aplikacją Landspítali w każdej chwili możesz sprawdzić informacje o pobycie w szpitalu i innych ważnych danych o stanie swojego zdrowia.