Transteymi fullorðinna
Transteymi fullorðinna veitir kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu fyrir þau sem þurfa á að halda og hafa náð 18 ára aldri
Staðsetning: Greiningarteymið er staðsett í Skógarhlíð 8, 3.hæð
Opnunartími: Alla virka daga kl. 8:00-16:00.
Ef breyta þarf tímabókun þarf að hafa samband við ritara í síma 543-1626 milli kl. 8-12. Vinsamlegast hafið samband tímanlega.
Hafa samband: Þau sem eru í meðferðarsambandi við teymið geta sent skilaboð í gegnum heilsuveru, önnur geta haft samband með tölvupósti á transteymi@landspitali.is
Tímabókanir fara fram í Landspíalaappinu sjá leiðbeiningar um beiðni um þjónustu teymisins. Ekki þarf tilvísun frá lækni.
Hagnýtar upplýsingar
Einstaklingar geta óskað eftir þjónustu frá teyminu í gegnum Landspítalaapp. Ekki þarf tilvísun frá lækni.
Þegar búið er að skrá einstakling í þjónustu teymis fara framtíðar samskipti við teymið fram í gegnum Heilsuveru: www.heilsuvera.is
Transteymi fullorðinna veitir kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu miðaða að þörfum þjónustuþega. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun.
Þjónustan er í stöðugri þróun