Ár hvert er 8. september alþjóðadagur sjúkraþjálfunar og í tilefni af því taka sjúkraþjálfarar um heim allan höndum saman og vekja athygli á starfi sínu og hlutverki í heilbrigðiskerfinu.
Árið 2023 beinist athyglin að gigt og hlutverki sjúkraþjálfara við að styðja fólk með gigt í að viðhalda virkni og stjórna einkennum.
Í tilefni dagsins hefur Heimssamband sjúkraþjálfara - World Physiotherapy gefið út margs konar fræðsluefni um gigt. Meðfylgjandi er dæmi um það fræðsluefni.
Sjúkraþjálfurum er óskað til hamingju með daginn!
Að sigrast á hindrunum til þjálfunar
Vefsíða sjúkraþjálfunar á Landspítala