Föst undirskrift sett í tölvupóst í Outlook
Í tölvupósti sem er sendur úr tölvupóstkerfi Landspítala á að vera samræmt útlit á undirskrift starfsfólks. Hver og einn þarf að setja þetta samræmda útlit í Outlook tölvupóstkerfið með upplýsingum um sig.
Hér er í Wordskjali formið á undirskrift eins og hún á að líta út í tölvupósti Landspítala (word skjal)
A. Hægrismellið á hlekkinn hér fyrir ofan og hlaðið Wordskjalinu niður með því að velja > "Save link as..." (ekki smella á hlekkinn).
B. Opnið síðan wordskjalið og smellið á „Enable Editing“ og efnið afritað, bæði lógóið og textann.
C. Afritaða efnið límt inn í „Signatures and Stationery“, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.
1. Opnið Outlook forritið og búið til nýjan tölvupóst (New Email).
3. Smellið á „New“ og gefið undirskriftinni heiti (valkvætt). Síðan smellt á OK.
4. Veljið undirskriftina sem búin var til (valkvæða heitið) með því að smella á hana. Afritaða efnið úr Wordskjalinu er síðan límt í reitinn fyrir neðan (Edit signature) og persónuupplýsingar settar á viðkomandi stað.
5. Veljið síðan valkvæða undirskriftarheitið í „New messages“ og smellið á OK. Þar með birtist undirskriftin með samræmda útlitinu í öllum tölvupósti sem sendur er.
Skylt efni:
Starfsheiti: Ensk starfsheiti á Landspítala
Leiðbeiningar: Undirskrift í Outlook á vefnum
Myndband: Outlook póstfforrit á vef