Fjármálastjóri sviðs
Landspítali leitar að öflugum einstaklingi með mikla reynslu af fjármálum í starf fjármálastjóra sviðs. Á Landspítala er starfsemi skipt upp í sex klínísk svið og fimm stoðsvið. Á hverju sviði er umfangsmikil og fjölbreytt starfsemi, fjárhagslegt umfang er frá 3 til 25 milljarða króna á ári.
Fjármálastjóri sinnir virkri þátttöku, ráðgjöf og stuðningi við framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur sviðsins í öllum verkþáttum fjármála, t.d. í gerð og eftirliti með fjárhagsáætlun, með rekstrargreiningum, mánaðarlegum rekstraruppgjörum, útkomuspám og miðlun upplýsinga til stjórnenda. Fjármálastjóri tekur einnig þátt í miðlægum verkefnum innan rekstrar- og mannauðssviðs.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum og rekstri spítalans. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssviðs og vinnur náið með öðrum fjármálastjórum og stjórnendum Landspítala.
Í boði er frábær vinnuaðstaða og fyrsta flokks mötuneyti. Starfshlutfall er 100% og upphafsdagur starfs er samkomulag.
- Umsjón með fjármálum sviðs, gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með bókhaldi og kostnaði
- Ráðgjöf til framkvæmdastjóra, forstöðumanna og annarra stjórnenda um úrbætur og tækifæri í rekstrarlegum málefnum
- Rekstraruppgjör, útkomuspár og frávikagreiningar
- Miðlun og túlkun rekstrarupplýsinga fyrir stjórnendur
- Ýmis sérverkefni sem lúta að rekstri
- Samhæfing og þróun verkferla á sviði fjármála
- Teymisvinna og þátttaka í miðlægum verkefnum
- Háskólamenntun í viðskiptum, fjármálum, hagfræði eða sambærileg menntun
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur
- Æskileg starfsreynsla úr sambærilegum störfum
- Góð þekking og hæfileiki til að miðla efni til stjórnenda Landspítala og ytri aðila
- Hæfni til að leiða og skipuleggja verkefni
- Hæfni til forgangsröðunar, tímastjórnunar, greiningar vandamála og úrlausna
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðhorf, lausnamiðuð vinnubrögð og rík þjónustulund
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi kynningarbréf, náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska 5/5 enska 4/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, fjármálastjóri, fjármálaráðgjafi