Leit
Loka
Ársskýrsla 2020 banner í haus (1905739 bytes)

Ávarp forstjóra

Okkar frábæri árangur í baráttu við Covid-19 faraldurinn byggir á fjórum hornsteinum; í fyrsta lagi á snemmskimun og smitrakningu. Í öðru lagi á COVID-19 göngudeild spítalans, sem heldur utan um þá sem veikst hafa af COVID-19, með reglubundnu mati og markvissum innlögnum og meðferð sjúkra. Þriðji hornsteinninn er utanumhald um smitvarnarbúnað og annan búnað á landsvísu af Landspítala, með markvissum og snörum innkaupum á varningi sem allur heimurinn var á höttunum eftir.  ... Í fjórða lagi þá snýst þetta um opna, heiðarlega og tímanlega upplýsingagjöf til almennings – sem þríeykið góða með hjálp fjölmargra annarra hafði forgöngu um. Sjá meira

Hápunktar samvinnu

DAGSKRÁ
Upptaka á Facebook af ársfundi Landspítala 2021

14:00  Skriðþungi í verkefnum síðustu  12 mánaða á Landspítala: Opnunarmyndskeið

14:05  Ávarp heilbrigðisráðherra: Svandís Svavarsdóttir

14:20  Ávarp forstjóra Landspítala: Páll Matthíasson

14:35  Ársreikningur Landspítala: Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármála

14:50  Deigla vísindarannsókna á Landspítala (Myndskeið) A. Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur B. Signý Lea Gunnlaugsdóttir, deildarlæknir C. Þórarinn Gíslason, yfirlæknir.

15:10  Heiðranir starfsfólks: Gunnar Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála

15:20 Smásjáin: Fimm viðtöl í beinni við lykilfólk í spennandi verkefnum 

A. Eiríksstaðir - Framsækin uppbygging klínískrar þjónustu: Lilja Stefánsdóttir

B. ELMA - Verðskulduð veisla fyrir skilningarvitin: Jón Haukur Baldvinsson  

C. Landspítalaþorpið og staðan á nýbyggingum við Hringbraut: Benedikt Olgeirsson D. Umhverfismálin í stóru samhengi: Hulda Steingrímsdóttir E. Þróun upplýsingatækni og hugbúnaðar í heimsfaraldri: Björn Jónsson

16:10  Svipmyndir af vinnugleði starfsfólks Landspítala Lokamyndskeið

16:15  Fundarlok 

Fundarstjóri: Anna Sigrún Baldursdóttir

Dagskrá ársfundar Landspítala 2021

Deigla vísindarannsókna - viðtöl (myndskeið)

Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun

Signý Lea Gunnlaugsdóttir sérnámslæknir

Þórarinn Gíslason yfirlæknir

 

Fimm viðtöl í beinni við lykilfólk í spennandi verkefnum (myndskeið) 

Lilja Stefánsdóttir: Framsækin uppbygging klínískrar þjónustu

Jón Haukur Baldvinsson: Verðskulduð veisla fyrir skilningarvitin: 

Benedikt Olgeirsson: Landspítalaþorpið og staðan í nýbyggingum við Hringbraut

Hulda Steingrímsdóttir: Umhverfismálin í stóru samhengi

Björn Jónsson: Þróun upplýsingatækni og hugbúnaðar í heimsfaraldri

Lykiltölur Landspítala 2010-2020 

Gröf: KLÍNÍSK STARFSEMI  - REKSTUR - MANNAUÐUR - GRÆNT BÓKHALD

 

Fara efst á síðuna

 

Hér fyrir neðan er fjöldi frétta í texta og myndskeiðum sem tengjast starfsemi Landspítala á árinu 2020 og birtust á vef spítalans.

Spítalamyndskeið

Allar eldri fréttir

Starfsemi á Landspítala nýtur þess að á hverju ári koma einstaklingar eða fulltrúar fyrirtækja og stofnana færandi hendi. Gjafir, smáar sem stórar, vitna um góðan hug til Landspítala og þær koma sér alltaf vel. Verðmæti gjafa nemur hundruðum milljóna króna á hverju ári.

Hér er sagt frá nokkrum af þeim fjölmörgu gjöfum og styrkjum sem spítalanum voru færðar á árinu 2020. Það er líka hægt að styrkja starfsemina með því að kaupa minningarkort eða styrkja hinu ýmsu sjóði á Landspítala.

Minningarkort

Beinir styrkir (sjóðir)

Allar eldri fréttir

Á árinu 2020 var lokið við taka grunn að nýjum meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut og bygging hússins er komin á góðan skrið. Meðferðarkjarnann verður um 70 þúsund fermetrar og stærsta byggingin sem rís í Hringbrautarverkefninu. Auk hans á að byggja við Hringbraut á næstu árum rannsóknarhús, tæknihús og bílastæðahús. Sjúkrahótel hefur verið byggt og er komið í notkun. „Markmið okkar er að spítalinn sé á heimsmælikvarða,“ sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kynningarblaði um Hringbrautarverkefnið.

Nýr Landspítali ohf. hefur það hlutverk að hafa umsjón með og stýringu á Hringbrautarverkefninu fyrir hönd ríkisins. Á vef fyrirtækisins eru fréttir og fróðleikur um verkefnið.

Hér fyrir neðan eru fréttir sem birtust á árinu 2020 á vef Landspítala bæði sem texti og myndskeið.

Framtíðaruppbygging Landspítala 2020 - myndskeið 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?