Deildarstjóri innkaupadeildar
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala leitar að öflugum og framsýnum deildarstjóra á innkaupadeild til að leiða metnaðarfulla uppbyggingu og þróun deildarinnar sem fyrirhuguð er á næstu árum. Markmið innkaupadeildar er að tryggja skilvirk og hagkvæm innkaupaferli sem styðja við öfluga heilbrigðisþjónustu.
Innkaupadeild spítalans samanstendur af 18 sérfræðingum sem sinna útboðum, verðfyrirspurnum, samningagerð og samningastjórnun. Deildin vinnur í nánu samstarfi við fagfólk Landspítala og birgja, greinir þörf fyrir vörur og þjónustu og stuðlar að hagkvæmum innkaupalausnum sem tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, getu til að stjórna breytingum og móta jákvætt starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans.
Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs eftir nánara samkomulagi.
- Ábyrgð á faglegri þróun, starfsmannamálum og fjármálum deildar
- Stuðla að virkum og góðum samskiptum við deildir spítalans og framúrskarandi þjónustu með öryggi og vellíðan sjúklinga og starfsfólks spítalans að leiðarljósi
- Tryggja árangursríkt samstarf og góð samskipti innan deildar, skýrt verklag, gæði og fagmennsku
- Vinna með stjórnendum og starfsfólki að framþróun og umbótum í þjónustu, verklagi og umhverfi starfseminnar
- Stefnumótun deildarinnar, áætlanagerð og eftirfylgni
- Þátttaka í umbóta- og þróunarverkefnum á deild og sviði
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Reynsla á sviði innkaupa og vörustjórnunar
- Reynsla af útboðum og samningagerð kostur
- Stjórnunarreynsla af sambærilegri starfsemi
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Jákvætt lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
- Fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni og kostnaðarvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 4/5
Starfsmerkingar: Deildarstjóri, stjórnunarstarf, innkaup, teymisvinna