Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma
Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma sérhæfir sig í að þjónusta einstaklinga sem glíma við alvarlegan geð- og vímuefnavanda.
Birna Óskarsdóttir
Guðrún Dóra Bjarnadóttir
Hafðu samband
Hér erum við
1. hæð í geðdeildarbyggingu við Hringbraut
Hagnýtar upplýsingar
Kort: https://maps.app.goo.gl/dpdMaPvVyvNeRddH7
Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut
Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.
Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma er eining innan meðferðareiningar geð- fíknisjúkdóma Landspítala. Deildin sinnir einstaklingum með alvarlegan tvíþættan vanda og tekur við tilvísunum frá legudeildum geðþjónustu, bráðamóttökum Landspítala, öðrum heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagþjónustu sveitarfélaga.
Þegar beiðni um þjónustu berst á deildina þá fer fram mat á þörfum hvers og eins. Sumir þurfa á inniliggjandi afeitrun að halda áður en þeir geta nýtt sér þjónustuna. Þessir einstaklingar fara þá á biðlista eftir innlögn og forgangsraðað er eftir bráðleika. Haft er samband við alla sem fara á biðlista fyrir inniliggjandi afeitrun.
Markmið með þjónustu göngudeildar er að einstaklingar komist í jafnvægi til að geta nýtt sér önnur meðferðarúrræði, sé vilji fyrir því.
- Tímalengd meðferðar er einstaklingsbundin og er metið hverju sinni.
- Meðan að einstaklingar þiggja þjónustu göngudeildar er ekki ráðlagt að þeir noti önnur lyf en þau lyf sem þeir fá á deildinni.
- Einstaklingum sem þurfa á því að halda er boðið fráhvarfslyfjameðferð og metið hverju sinni.
- Ef óskað er eftir upplýsingum um þjónustuþega þarf alltaf samþykki hans fyrir upplýsingagjöf.
Áherslur í þjónustu
- Sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga sem glíma við tvíþættan vanda, bæði geðvanda/geðræn veikindi ásamt vímuefnavanda
- Barnshafandi konur, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu.
- Einstaklingar sem glíma við alvarlegar líkamlegar afleiðingar vegna notkunar á vímuefnum
- Fjölskyldur og aðstandendur ef við á.
Ef metin er þörf á stuðningi og eftirfylgd á göngudeild geð- og fíknisjúkdóma við útskrift á legudeildum geðsviðs er send inn beiðni fyrir þjónustu göngudeildar og í framhaldi er beiðni tekin fyrir af inntökuteymi. Gerð er einstaklingshæfð meðferðaráætlun í samvinnu við hvern og einn skjólstæðing. Áætlunin tekur mið af þjónustuþörfum viðkomandi t.a.m. samtalsmeðferð, afeitrun og fráhvarfsmeðferð, viðhaldsmeðferð og þjónusta við fjölskyldur og/eða aðstandendur.
Þverfagleg samvinna er við aðrar deildir/svið innan Landspítala eftir þörfum hvers og eins.
Laufey nærþjónusta sinnir vettvangsþjónustu fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdóma og langvarandi fíkn. Teymið veitir sérhæfða þjónustu sem tekur mið af flóknum þjónustuþörfum skjólstæðinga.
- Teymið starfar á grundvelli geðlæknisfræða, skaðaminnkunar, batamiðaðrar hugmyndafræði og áhugahvetjandi samtals.
- Helstu markmið meðferðar eru að vinna að bættri líðan og auknum stöðugleika í lífi skjólstæðinga. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, málastjórar með fjölbreyttan bakgrunn og læknar.
- Teymið sinnir afmörkuðum hópi til lengri tíma og veitir til dæmis stuðningsviðtöl, lyfjameðferðir við geðsjúkdómum og fíkn auk þess að sinna skaðaminnkun á borð við nálaskiptiþjónustu og mat á sýkingum eftir atvikum. Hver skjólstæðingur hefur málastjóra sem heldur utan um meðferð viðkomandi.
- Umfang þjónustu teymis við skjólstæðinga getur verið breytilegt, þar sem þjónustan er aðlöguð að þörfum hvers og eins. Fagaðilar á Landspítala geta sent beiðnir í teymið og útskriftir byggjast annað hvort á vilja skjólstæðinga eða mati á að önnur þjónusta mæti þörfum þeirra betur.
Þagnarskylda starfsfólks
Allt starfsfólk Laufeyjar nær þjónustu er bundið þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum teymisins. Þess er gætt að miðla ekki upplýsingum um meðferð skjólstæðinga nema viðkomandi hafi gefið samþykki fyrir því.