Leit
Loka

Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma

Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma sérhæfir sig í að þjónusta einstaklinga sem glíma við alvarlegan geð- og vímuefnavanda.

Deildarstjóri

Birna Óskarsdóttir

Yfirlæknir

Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Banner mynd fyrir  Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma

Hafðu samband

Fíknimeðferð - mynd

Hér erum við

Geðdeildarbygging, Hringbraut – 2. hæð gangur A

Hagnýtar upplýsingar

Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut má finna hér

Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.

Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma 32A, er 16 rúma legudeild. Á deildinni er lögð áhersla á þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við tvíþættan vanda, það er alvarlegan geð- og vímuefnavanda. Þverfagleg teymisvinna er á deildinni og vinnur teymið saman að því að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda báðum sjúkdómum. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins. Unnið er meðal annars eftir batamiðaðri- og skaðaminnkandi hugmyndafræði, einnig er stuðst við áhugahvetjandi samtal.

Mikilvægar staðreyndir

Markmið með innlögnum á deildina er að einstaklingar nái lágmarks jafnvægi til að geta nýtt sér önnur meðferðarúrræði, sé vilji fyrir því.

Meðallegutími á deildinni eru um fimm dagar.

Unnið er í samstarfi við aðrar einingar geðþjónustunnar, svo sem göngudeild geð- og fíknisjúkdóma eftir þörfum hvers og eins.

Meðan á innlögn stendur er einstaklingum ekki heimilt að nota vímuefni eða önnur lyf en þau sem gefin eru á deildinni. Veittar eru fráhvarfslyfjameðferðir eftir þörfum hvers og eins og mati fagfólks.

Öllum stendur til boða að fá fráhvarfsmeðferð í innlögn hvort sem viðkomandi stefnir á líf án vímuefna eða kjósi að halda áfram að nota.

Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.

Flestar innlagnir á deildina koma í gegnum bráðamóttökur, geðteymin í geðþjónustu eða aðrar deildir á spítalanum. Einnig er biðlisti sem tekið er inn af í gegnum göngudeild geð- og fíknisjúkdóma.

Við komu á deildina liggja grunnupplýsingar alla jafna fyrir.

Mat er gert á fráhvarfs- og geðrænum einkennum við komu. Lyfjagjöf er alltaf einstaklingsmiðuð og er það mat fagaðila á deild ásamt einkennum einstaklinga hvenær lyf eru gefin.

Alla virka daga eru viðtöl við meðferðarteymi þar sem farið er yfir stöðuna.

Fljótlega eftir innlögn er farið að huga að næstu skrefum, hvert markmið með innlögninni á að vera og hvert einstaklingurinn stefnir í kjölfarið.

Heimsóknir á deildina

  • Heimsóknir einskorðast við nánustu aðstandendur
  • Heimsóknir á deild eru háðar mati/samþykkis meðferðarteymis
  • Inniliggjandi einstaklingar óska eftir heimsóknatíma fyrir sína aðstandendur
  • Reynt er að miða við einn til tvo heimsóknargesti í einu

Heimsóknartímar

Mánudaga – föstudaga frá kl: 16:00 - 19:00
Laugardaga og sunnudaga frá kl: 13:00 - 19:00

Ef óskað er eftir upplýsingum um inniliggjandi einstakling þarf alltaf samþykki hans fyrir upplýsingagjöf.

 

Virknisetur byggt á batamiðaðri þjónustu með áherslu á tómstundir, heilsueflingu og fræðslu með það að markmiði að einstaklingar fái í hendurnar fjölbreytt verkfæri til að nota í meðferð sinni og upplifa valdeflingu, aukin lífsgæði og heilsulæsi.

  • Heildrænt mat á ástandi einstaklinga
  • Fráhvarfslyfjameðferðir
  • Geðlyfjameðferðir
  • Aðrar lyfjameðferðir eftir þörfum
  • Stuðningssamtöl
  • Aðstandendastuðningur

Meðferðaraðilar

Þverfagleg teymisvinna er á deildinni. Á deildinni starfa: geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, sérnámslæknar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar, félagsliðar og ráðgjafar/stuðningsfulltrúar. Einnig fær deildin þjónustu frá sálfræðingum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, sálgæslu og sjúkraþjálfurum eftir þörfum.

Áherslur í þjónustu

  • Að veita framúrskarandi þjónustu fyrir einstaklinga sem leggjast inn á deildina.
  • Veitt er batamiðuð og skaðaminnkandi þjónusta. Leitast er við að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni.
  • Áhugahvetjandi samtal, við aðstoðum einstaklinga við að finna eigin styrkleika og efla.
  • Fjölskyldustuðningur ef við á og í samráði við sjúklinga.

 

Meðferðarúrræði innan þjónustunnar:

Meðferðarúrræði og aðrar þjónustur utan Landspítala

Aðrar vímuefnameðferðir, heilsugæsla/geðheilsuteymi, endurhæfing o.fl.

Okkar heimur, stuðningur við börn

Slökun

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?