Leit
Loka

Laugarásinn – snemmíhlutun geðrofssjúkdóma

Fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Á Laugarásnum er fjölbreytt starfsemi og er markmið starfseminnar að bæta líðan og efla færni einstaklinga til að lifa sjálfstæðu og gefandi lífi með góðum lífsgæðum.

Deildarstjóri

Sandra Sif Gunnarsdóttir

Yfirlæknir

Páll Matthíasson

Laugarásinn - treatment centreIn English

Banner mynd fyrir Laugarásinn – snemmíhlutun geðrofssjúkdóma

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Velkomið að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Laugarásinn - meðferðargeðdeild - mynd

Hér erum við

Laugarásvegi og Víðihlíð við Holtagarða - Legudeild og dagdeild.

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Laugarásvegi og Víðihlíð við Holtagarða - Legudeild og dagdeild. 

Næsta stoppistöð við Laugarásveg 71 er á Langholtsvegi (við Sunnutorg) þar sem leið 14 stoppar.
Næsta stoppistöð við Víðihlíð er á Sæbraut þar sem leið 12 og 16 stoppa.

Það er ókeypis bílastæði Laugarásvegi og við Víðihlíð.


Laugarásinn meðferðargeðdeild er sérhæfð deild í geðþjónustu Landspítala. Starfsemi deildarinnar er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi.

Laugarásinn meðferðargeðdeild er staðsett á tveimur stöðum, annars vegar í stóru og fallegu húsi við Laugarásveg 71 í Reykjavík og hins vegar í húsinu Víðihlíð, vestan megin við Holtagarða.

Þungamiðja starfsemi Laugarássins er dagdeild þar sem rúmlega 100 einstaklingar sækja þjónustu en í húsinu að Laugarásvegi er einnig legudeild fyrir 7 einstaklinga

Rannsóknir sýna að því fyrr sem gripið er inn í geðrofssjúkdóm með öflugri meðferð, þeim mun betri eru horfur til lengri og skemmri tíma.
Á Laugarásnum er fjölbreytt starfsemi og er markmið starfseminnar að bæta líðan og efla færni einstaklinga til að lifa sjálfstæðu og gefandi lífi með lífsgæðum.

Deildarstjóri: Sandra Sif Gunnarsdóttir

Yfirlæknir: Páll Matthíasson


Ef grunur vaknar um byrjandi geðrofssjúkdóm hjá ungum einstaklingi á aldrinum 18-35 ára er honum vísað í Matsteymi Laugarássins.
Teymið fer yfir allar tilvísanir sem berast, metur stöðu hvers og eins og hvaða úrræði myndi henta viðkomandi best.

Markmið teymisins er að sjá til þess að einstaklingnum sé boðin besta mögulega úrlausnin á sínum vanda sem fyrst og að stytta tímabil ómeðhöndlaðs geðrofs, sé um geðrof að ræða.

Ef viðkomandi er með byrjandi geðrofssjúkdóm og á aldrinum 18-35 ára er honum vísað áfram í þjónustu Laugarássins meðferðargeðdeildar.
Öðrum eru tryggð eftirfylgd af hendi teymisins eða annarra meðferðaraðila þar til annað viðunandi úrræði getur hafist.

Boðið er upp á fjölbreytt og gagnreynd meðferðarúrræði við byrjandi geðrofssjúkdómi sem miða að því að draga úr einkennum, forða bakslagi og styðja við þjónustuþega til þátttöku í samfélaginu.

Starfsemin er einstaklingsmiðuð, sveigjanleg og allt gert til að mæta þörfum hvers og eins hverju sinni.

Sjá kynningar myndband: Laugarásinn þjónusta 

Upplýsingarit - Laugarásinn meðferðargeðdeild

Fjölbreytt meðferðarúrræði eru í boði á Laugarásnum: 

 • Fjölbreytt hreyfing og heilsuefling
 • Fræðsla um geðrof og geðrofssjúkdóma
 • Vitræn endurhæfing með félagsþjálfun
 • Myndlistaverkefnið LISTAFL
 • Tónlistarsmiðjan HLJÓMAFL
 • Fræðsla fyrir aðstandendur um geðrofssjúkdóma
 • Streitustjórnun
 • Hugræn atferlismeðferð við geðrofi, kvíða og þunglyndi
 • Fjölbreytt hópastarf með ólíkum áherslum
 • Stuðningur við nám
 • Öflug starfsendurhæfing

Staðreyndir 

 • Um 3% einstaklinga munu fara í geðrof einhvern tíma á lífsleiðinni
 • Fyrsta geðrofið kemur í flestum tilfellum fram á aldrinum 16-30 ára
 • Geðrof er ástand þar sem tengsl við raunveruleikann rofna
 • Í geðrofi koma fram ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsunin getur orðið ruglingsleg
 • Oft fylgir geðrofi kvíði og depurð og margir einangrast félagslega
 • Geðrof hefur áhrif á hugsun, tilfinningar og hvernig við upplifum heiminn
 • Öflug starfsendurhæfing – IPS

 Á deildinni starfar öflugt þverfaglegt teymi sem samanstendur af geðlæknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, íþróttafræðingum, sjúkraliðum, ráðgjöfum og stuðningsfulltrúum. 

Þeir sem sækja þjónustu fá aðstoð við að ná betri tökum á geðrofssjúkdómnum og daglegu lífi með ýmsum hætti. Aðrir áhersluþættir í þjónustunni eru meðal annars vinna með aðstandendum og heilbrigður lífsstíll.

Á Laugarásnum er fjölbreytt starfsemi og er markmið starfseminnar að bæta líðan og efla færni einstaklinga til að lifa sjálfstæðu og gefandi lífi með lífsgæðum.