Leit
Loka

Krabbameins-og blóðsjúkdómateymi – Barnaspítali

Banner mynd fyrir  Krabbameins-og blóðsjúkdómateymi – Barnaspítali

Hvernig er best að ná í okkur?

Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymis í gegnum skiptiborð Landspítala, sími 543 1000.
Ef barnið er í virkri meðferð og erindið er brýnt má hafa beint samband við barnadeild Barnaspítalans, sími 543 3760.

Hagnýtar upplýsingar

Þjónusta ætluð börnum undir 18 ára aldri sem greinast með krabbamein og börnum með alvarlega eða sjaldgæfa blóðsjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar meðferðar og náins eftirlits.
Teymið kemur að greiningu, meðferð og eftirfylgd skjólstæðinga í nánu samstarfi við heilbrigðisfagfólk innan og utan spítalans. Veitir fræðslu og stuðning til fjölskyldna og annarra umönnunaraðila (svo sem leik- og grunnskóla), tekur þátt í þjálfun nemenda og starfsfólks og stuðlar að faglegri þróun og rannsóknum til að bæta þjónustu, horfur og líðan barna til framtíðar.

Í teyminu starfa barnalæknar og sérfræðingar í krabbameins- og blóðsjúkdómalækningum, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, næringarfræðingur og sjúkraþjálfarar. Klínískur lyfjafræðingur og fagaðilar í sálgæslu starfa náið með teyminu.

Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina sinnir eftirfylgd skjólstæðinga sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og eftirfylgd hjá teyminu. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu MSAK.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?