Krabbameins-og blóðsjúkdómateymi – Barnaspítali
Hvernig er best að ná í okkur?
Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymis í gegnum skiptiborð Landspítala, sími 543 1000.
Ef barnið er í virkri meðferð og erindið er brýnt má hafa beint samband við barnadeild Barnaspítalans, sími 543 3760.
Hagnýtar upplýsingar
Í teyminu starfa barnalæknar og sérfræðingar í krabbameins- og blóðsjúkdómalækningum, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, næringarfræðingur og sjúkraþjálfarar. Klínískur lyfjafræðingur og fagaðilar í sálgæslu starfa náið með teyminu.
Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina sinnir eftirfylgd skjólstæðinga sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og eftirfylgd hjá teyminu. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu MSAK.