Göngudeild BUGL
Þjónusta vegna geð- og þroskaraskana við börn og unglinga að 18 ára aldri
Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunar
Guðlaug María Júlíusdóttir, faghópa
Björn Hjálmarsson
Hafðu samband
Hér erum við
Dalbraut 12, 105 Reykjavík
Hagnýtar upplýsingar
Ef erindið varðar:
- Ábendingar: Vinsamlegast fyllið út formið hér: Aðfinnslur/hrós vegna þjónustu Landspítala
- Starfsumsókn sendið á netfangið: starfsumsoknirbugl@landspitali.is
Starfsmenn BUGL veita sérfræðiþjónustu og sinna börnum og unglingum með flókinn og samsettan geðrænan vanda og/eða alvarleg geðræn einkenni.
Veitt er sérhæfð þverfagleg þjónusta sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra.
Teymin skiptast í bráðateymi, göngudeildarteymi, átröskunarteymi, transteymi og taugateymi.
Unnið er að greiningu og meðferð ásamt fræðslu, þjálfun og ráðgjöf.
Á deildinni starfar þverfaglegur hópur starfsfólks.
Vinsamlegast athugið að ekki er opin bráðamóttaka á BUGL heldur þarf alltaf að hringja í afgreiðslu í síma 543-4300 milli kl. 08:00 til 16:00 virka daga. Utan dagvinnutíma er bent á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins og bráðamóttökuna í Fossvogi.
Bráðateymi BUGL er staðsett við Dalbraut 12, 105 Reykjavík. Gengið er inn frá bílastæði Dalbrautarmegin.