Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni
Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni er sérhæfð fíknigeðdeild í húsi geðþjónustu Landspítala á Hringbraut, 33D. Deildin sinnir ólögráða ungmennum sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða samhliða bráðum geðrænum vanda.
Birna Óskarsdóttir
birnaos@landspitali.isGuðrún Dóra Bjarnadóttir
gudrundb@landspitali.isHafðu samband
Hér erum við
Geðdeildarbygging við Hringbraut
Hagnýtar upplýsingar
Starfsemin heyrir undir meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma í geðþjónustu og er hlutverk hennar að hafa náið eftirlit með hugsanlegum fráhvarfseinkennum í kjölfar alvarlegrar vímuefnaneyslu og veita stuðning.
Deildin er tveggja rúma eining. Gert er ráð fyrir að ungmenni dvelji á deildinni í 1-3 sólarhringa en eftir það taki við önnur úrræði.
Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni samþættir þjónustu þvert á svið og deildir Landspítala og er í samstarfi við aðrar deildir Landspítala sem sinna börnum, bráðamóttökur Landspítala sem og Barna og fjölskyldustofu og barnaverndanefndir á landsvísu.