Geðgjörgæsla
Geðgjörgæslan, 32C er 10 rúma legudeild sem þjónar öllu landinu. Þar er veitt sérhæfð meðferð og umönnun fyrir einstaklinga með alvarleg geðræn einkenni.
Jóhanna Guðmunda Þórisdóttir
Ísafold Helgadóttir
Hafðu samband
Hér erum við
Geðdeildarbygging, Hringbraut – 2. hæð gangur C
Hagnýtar upplýsingar
Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut má finna hér>>
Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.
Á geðgjörgæslu eru 10 einbýli í tveimur kynjaskiptum álmum. Einnig er eitt öryggissvæði sem er einungis notað þegar brýn þörf er á að einstaklingur fái meðferð í umhverfi þar sem áreiti er takmarkað. Deildin er rúmgóð með þremur dagstofum, slökunarherbergi, virkniherbergi og tómstundaherbergi. Áhersla er lögð á hlýlegt, rólegt og öruggt umhverfi.
Á deildinni er veitt sérhæfð meðferð og umönnun einstaklinga með alvarleg geðræn einkenni. Gagnreynd þekking og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Meðferð er einstaklingsmiðuð og skipulögð af meðferðarteymi í samstarfi við sjúkling. Leitað er eftir samvinnu við nánustu aðstandendur í samráði við sjúkling og þeim boðinn stuðningur á meðan meðferð stendur.
Heimsóknartímar: Frá kl. 14:00-21:00 virka daga, um helgar og rauða daga í samráði við meðferðarteymi. Heimsóknir fara fram í heimsóknarherbergi og panta þarf heimsóknartíma í síma 543-4036.
Innlagnir eru í gegnum bráðaþjónustu geðsviðs og tilvísanir frá öðrum deildum og teymum spítalans. Legutími er breytilegur, allt frá því að vera nokkrar klukkustundir upp í nokkrar vikur. Þegar gjörgæslumeðferð lýkur halda flestir sjúklingar meðferð sinni áfram á annarri deild innan geðþjónustunnar.
Unnið er eftir hugmyndafræði um öruggar sjúkradeildir: “Safewards” sem fjallar um heildræna umgjörð hjúkrunar og stjórnunar á geðdeildum.
Hugmyndafræðin er hönnuð til þess að draga úr árekstrum og þvingandi úrræðum á geðdeildum með því að styðja við skipulag, teymisvinnu, umhverfi, stuðning, þekkingu, upplýsingaflæði og fagleg vinnubrögð.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræðina má finna á heimasíðu Safewards: https://www.safewards.net/
Aðstaða og samskipti:
Landspítali setur sjúklinginn í öndvegi og leggur áherslu á að þjónustan sé bæði örugg, góð og veitt af umhyggju. Endurgjöf er okkur afar mikilvæg svo bæta megi þjónustuna. Við tökum glöð á móti ábendingum og/eða hrósi.
Kynningarmyndband: https://www.facebook.com/watch/?v=775502781079266