Leit
Loka

Yfirlit 

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem starfrækt er af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Landspítala.

Hlutverk erfðafræðinefndar:

  • Að efla erfðafræðilegar rannsóknir sem unnið er að við Háskóla Íslands, Land­spítala og víðar
  • Að varðveita og reka gagnabanka nefndarinnar um ættfræði
  • Að sinna þjónustuverkefnum á sviði ætt- og erfðafræði, þar með talið erfðaráðgjöf 
  • Að stuðla að sterkum tengslum innan og utan háskólans við atvinnu- og þjóðlíf

Reglur um erfðafræðinefnd Háskóla Íslands.

Nefndin er til húsa í K-byggingu Landspítala Hringbraut, 1. hæð.
Starfsmaður: Hildur Ólafsdóttir s. 543 7143

Framhaldsmenntunarráð lækninga var stofnað á Landspítala í ársbyrjun 2017. Helsti tilgangur þess er að mæta kröfum sem gerðar eru til framhaldsnáms lækna skv. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 467/2015.

Fylgt er gæðastöðlum sem skilgreindir eru í svokölluðum Gold Guide Royal College of Physicians í Bretlandi, sem jafnframt er alþjóðlegur eftirlitsaðili.

Í framhaldsmenntunarráðinu koma saman kennslustjórar sérgreina og stilla saman strengi til að tryggja að framhaldsnám ungra lækna sé í sem bestum farvegi á spítalanum.

Nánari upplýsingar eru veittar á Landspítala Fossvogi, skrifstofu lyflækninga E7, s. 543 6550.


Við Landspítala starfar fimm manna jafnréttisnefnd skipuð af forstjóra, samkvæmt tilnefningum starfsmanna. Nefndin er skipuð til tveggja ára í senn. Formaður nefndarinnar er valinn úr hópi nefndarmanna, samkvæmt tillögu framkvæmdastjóra mannauðsmála.

Starfssvið

Starfssvið jafnréttisnefndar Landspítala nær til verkefna sem atvinnurekendum er gert að sinna samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (jafnréttislög).

Verkefni jafnréttisnefndar snúa einkum að III. kafla jafnréttislaga þar sem fjallað er um markvisst jafnréttisstarf á vinnumarkaði, skylduna til að vinna gegn kynjaskiptingu starfa, launajafnrétti, jafnrétti við ráðningar, starfsþjálfun, endur- og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og fyrirbyggjandi starf gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

Jafnréttisnefnd er þó einnig heimilt að taka til umræðu mál sem snúa að fjölbreytileika og jafnræði starfsmanna Landspítala út frá öðrum bakgrunnsþáttum svo sem aldri, þjóðernisuppruna, kynhneigð eða trúarbrögðum.

Hlutverk jafnréttisnefndar Landspítala

  • Að gera árlega tillögu um endurskoðun á jafnréttisáætlun Landspítala og um uppfærslu á framkvæmdaáætlun, sbr. 2.-5. mgr. 18. gr. jafnréttislaga.
  • Að skoða einu sinni á ári tölulegar upplýsingar tengdar jafnréttismálum og fjölbreytileika innan spítalans og koma með tillögur um aðgerðir til úrbóta.
  • Að veita framkvæmdastjórn ráðgjöf um jafnréttismál og fjölbreytileika og vera til samráðs fyrir framkvæmdaaðila við úrbætur á því sviði. 

Starfshættir jafnréttisnefndar

Jafnréttisnefnd skal skilgreina farveg fyrir ábendingar starfsmanna um málefni sem heyra undir nefndina en hún tekur þó ekki einstaklingsmál til úrlausnar.
Jafnréttisnefnd skal að jafnaði funda mánaðarlega.

Jafnréttisnefnd skal halda fundargerðir og birta upplýsingar um starf sitt á innri vef spítalans ásamt gögnum um jafnréttismál sem nefndin telur ástæðu til að hafa aðgengileg fyrir starfsmenn.
 

Stuðningur við jafnréttisnefnd

Það er hlutverk allra stjórnenda á Landspítala að svara erindum jafnréttisnefndar og styðja við nefndina, svo hún geti uppfyllt hlutverk sitt.
Jafnréttisnefnd hefur aðgang að starfsmanni á mannauðssviði sem annast fundargerðir og aðra aðstoð við nefndina.
Enn fremur hefur jafnréttisnefnd aðgang að þjónustu hagdeildar Landspítala vegna gagnaöflunar.

Gögn

 

Lyfjanefnd Landspítala vinnur að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja á spítalanum og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum. Markmiðið er að tryggja öryggi við umsýslu lyfja og að saman fari fagleg og fjárhagsleg ábyrgð við val á lyfjum og notkun þeirra.

Vefsíða lyfjanefndar Landspítala

Matsnefnd eignatjóna starfar á grundvelli ákvörðunar framkvæmdastjórnar Landspítala 5. mars 2002.  

Nefndin tekur til umfjöllunar og afgreiðslu eignatjón sem sjúklingar, starfsmenn, gestir og aðrir kunna að verða fyrir á spítalanum og skráð eru í atvikaskráningarkerfi spítalans. Nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi hverju sinni.

Nefndin metur forsendur til greiðslu bóta af hálfu spítalans vegna eignatjóna.

Ingibjörg Lárusdóttir lögfræðingur
Kristín I. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari

Sigríður Ástvaldsdóttir (sigga@landspitali.is) og Jórunn Andreasdóttir (jorunnan@landspitali.is), skrifstofu mannauðsmála, eru starfsmenn nefndarinnar.

Hlutverk nefndar um blóðhlutanotkun er að stuðla að bættri blóðbankaþjónustu og öruggri og markvissri blóðhlutanotkun með því að skapa trausta umgjörð um verkferla og vinnulag.

Nefndin er skipuð læknum og hjúkrunarfræðingum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Formaður: Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir

Erindisbréf

Útgefið efni:

Vitundarvakning um blóðhluta

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala er þverfagleg nefnd sem starfar skv. lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði 44/2014 og samkvæmt reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna nr. 1186/2014.       

Nefndin veitir leyfi fyrir framkvæmd vísindarannsókna sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eða í samstarfi Landspítala og háskóla í landinu. 

Umsóknir vegna annarra samstarfsverkefna, fjölþjóðlegra rannsókna og klínískra lyfjarannsókna skal senda til Vísindasiðanefndar.

Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið geti mælt gegn framkvæmd rannsóknar. 
Óheimilt er að framkvæma vísindarannsókn á heilbrigðissviði nema hún hafi áður hlotið samþykki viðeigandi siðanefndar. 

Auk þess að meta umsóknir um vísindarannsóknir á mönnum hefur siðanefnd eftirlitsskyldu gagnvart rannsóknum 
sem nefndin hefur fjallað um og heimilað skv. 29. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014.

Skrifstofa siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Skaftahlíð 24
Suðurhús 1. hæð
105 Reykjavík

Enskt heiti: Institutional review board of Landspítali - the National University Hospital of Iceland

Umsóknir

Aldrei má hefja rannsókn fyrr en leyfi siðanefndar og annarra viðeigandi aðila liggur fyrir.

  • Senda skal umsókn á rafrænu formi til siðanefndar heilbrigðisrannsókna sidanefnd@landspitali.is
  • Ábyrgðarmaður skal annast samskipti við siðanefnd heilbrigðisrannsókna. Ef í einhverjum tilvikum annar aðili í rannsóknarhópnum tekur það hlutverk að sér skal þess gætt að öll formleg samskipti fari í gegnum ábyrgðarmann.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar og þar kemur fram númer sem siðanefnd gefur umsókninni. Öll samskipti við nefndina skulu síðan merkt þessu númeri.
  • Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala fundar að jafnaði þriðju hverja viku.  Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi viku fyrir fund (þ.e. fyrir kl. 16:00 á fimmtudegi fyrir fund) til að tryggja að þær komist á dagskrá fundarins.
  • Umsókn skal skila á sérstöku eyðublaði siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala.  Einnig skal fylgja með útfylltur gátlisti. Mikilvægt er að leiðbeiningum um útfyllingu umsóknar sé fylgt vandlega og það getur flýtt fyrir afgreiðslu umsóknarinnar. Önnur fylgigögn með umsókn skal skila á rafrænu formi eins og kostur er.
  • Tengiliðir

    Velkomið er að fá upplýsingar í síma 543 7465 eða senda fyrirspurnir með tölvupósti á sidanefnd@landspitali.is. Einnig eru nánari upplýsingar á innri vef spítalans; leiðbeiningar, viðmið, um námsverkefni og fleira.    

    Formaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna
    Ásgeir Haraldsson yfirlæknir
    asgeir@landspitali.is
    s. 824 5270

     Forstöðumaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna
    Tinna Eysteinsdóttir
    sidanefnd@landspitali.is
    s. 543 7465 / 825 5077

    Fundartími

    Síðasti fundur siðanefndar 2023 er 14. desember kl. 12:30.

    Fundartímar Siðanefndar heilbrigðisrannsókn 2024 12:00-14:00

     2024

     

    6. ágúst
    3. sept.
    1. okt.
    5. nóv.
    3. des.

    Ólafur Samúelsson sérfræðilæknir, formaður, tilnefndur af framkvæmdastjórn
    olafs@landspitali.is s 543 9810 – 824 5515
      -Magnús Haraldsson læknir, varamaður
       hmagnus@landspitali.is s. 824 5459

    Sverrir Harðarson læknir, tilnefndur af læknaráði
    sverrirh@landspitali.is s. 892 3662
    -Sigrún Reykdal læknir, varamaður
        sigrunre@landspitali.is s. 543 6830 - 825 5123

    Þórunn Scheving Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur, forstöðumaður fræðasviðs í svæfingu- og skurðhjúkrun, tilnefnd af hjúkrunarráði
    thorunel@landspitali.is s. 543 7681
     -Elíasbet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, varamaður
      elisabeg@landspitali.is s. 543 1426

    Aðalbjörg Guðmundsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af framkvæmdastjórn
    adalbjgu@landspitali.is s. 543 1102
     -Oddur Gunnarsson lögfræðingur, varamaður
       oddurg@landspitali.is s. 824 5361

    Pétur S. Gunnarsson lyfjafræðingur, tilnefndur fyrir aðrar heilbrigðisstéttir af framkvæmdastjórn
    petursg@landspitali.is s. 543 8217 - 825 3796
     - Ólöf Ámundadóttir sjúkraþjálfari, varamaður
       olofra@landspitali.is s. 543 9134

    Gunnar Tómasson lektor, tilnefndur af Háskóla Íslands 
    gunnart@hi.is - s.663 1323
      -  Ólöf Birna Ólafsdóttir lektor, varamaður

    Bryndís Valsdóttir heimspekingur, tilnefnd af Embætti landlæknis
    bryndisv@fa.is - Furugerði 15,108 Reykjavík
     -Rúnar Vilhjálmsson prófessor, varamaður
       runarv@hi.is  - Hjúkrunarfræðideild Eirbergi


    Leyfi til rannsókna

    Leyfi til rannsókna 2018

    Ársskýrslur

    2009 - 2010 - 2011 - 2012 - 2013 - 2014 - 2015 - 2016 -
    2017 - 2018 - 2019 - 2020 - 2021

    Fundargerðir

    Fundargerðir siðanefndar heilbrigðisrannsókna

     

    Við Landspítala starfar siðanefnd stjórnsýslurannsókna sem fjallar um allar rannsóknarbeiðnir og rannsóknaráætlanir, sem ekki falla undir siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala sem skipuð er samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. Siðanefnd stjórnsýslurannsókna starfar á ábyrgð forstjóra Landspítala og hefur náin tengsl við siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala. 

    Tilgangur nefndarinnar er að leiðbeina, meta og veita samþykki fyrir rannsóknum sem fram eiga að fara innan spítalans, frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði og gæta þannig hagsmuna þátttakenda og um leið stofnunarinnar. Niðurstöðum nefndarinnar má áfrýja til forstjóra Landspítala

    Erindisbréf

    Nefndarmenn:

     Brynja Ingadótir, sérfræðingur í hjúkrun
    Gunnar Rúnar Matthíasson, deildarstjóri sálgæslu sjúkrahúspresta og -djákna
    Anna Birgit Ómarsdóttir, lögfræðingur

    Heimilisfang

    Siðanefnd stjórnsýslurannsókna
    Landspítali - Skaftahlíð 24
    105 Reykjavík

    Fundartímar: Fyrsti þriðjudagur í mánuði

    Umsókn þarf að berast í síðasta lagi viku fyrir fund til þess að hún verði tekin fyrir.

    Leyfi til rannsókna

    Leyfi siðanefndar stjórnsýslurannsókna til rannsókna

    Gögn

    Við Landspítala starfar vísindarannsóknarnefnd heilbrigðisrannsókna á vegum framkvæmdastjóra lækninga. 

    Vísindarannsóknarnefnd er ætlað að aðstoða vísindamenn og leiðbeina um atriði sem lúta að umsóknum um leyfi til að framkvæma vísindarannsóknir á Landspítala og annast útgáfu leyfa. Nefndin annast skráningu vísindarannsókna sem framkvæmdar eru á spítalanum og á að tryggja að framkvæmd þeirra og meðferð upplýsinga sé í samræmi við lög og þær reglur sem spítalinn setur varðandi vísindarannsóknir. 

    Vísindarannsóknarnefnd hefur umsjón með samningum við aðila sem fjármagna rannsóknir sem framkvæmdar eru á spítalanum. 

    Leyfi til vísindarannsókna

    Vísindastarf

    Nefndarmenn

    Aðalsteinn Guðmundsson læknir, fyrir hönd framkvæmdastjóra lækninga, adalstg@landspitali.is - sími 543 1147
    - umsýsla tengd gerð og undirritun rannsóknarsamninga

    Eyrún Steinsson, mannauðs- og fjármálastjóri á skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar, eyrunst@landspitali.is - sími 543 1465 - fjármálaumsýsla vegna vísindaverkefna.

    Auður Dagný Jónsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur á sjúkraskrár- og skjalasafni, audurdj@landspitali.is - ritari nefndarinnar.

    Halla Sigrún Arnardóttir, verkefnastjóri á vísindadeild og KRS, hallarn@landspitali.is - sími 543 5711
    - aðstoð við undirbúning og framkvæmd rannsókna, sér í lagi klínískra lyfjatilrauna.

    Helga Hrefna Bjarnadóttir, deildarstjóri á hagdeild, helgab@landspitali.is - sími 543 1242

    Tinna Eysteinsdóttir, forstöðumaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna, tinnaey@landspitali.is - sími 543 7465 - verkefnastjóri nefndarinnar

    Þverfaglegt ráð sem er forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar um vísindatengd málefni á spítalanum og á það m.a. við um endurskoðun og gerð tillagna að vísindastefnu Landspítala á hverjum tíma.

    Vísindaráð Landspítala

    Öryggisnefnd Landspítala starfar samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hún kemur að jafnaði saman til fundar einu sinni í mánuði.

    Nefndarmenn

    Sigurbjörg Dagmar Hjaltadóttir, deildarstjóri mannauðsdeildar, formaður
    Díana Ósk Óskarsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og ráðgjafateymis
    Guðmundur Þór Sigurðsson, deildarstjóri fasteigna
    Ingunn Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur sýkingavarni
    Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar
    Selma Kristín Erlendsdóttir, öryggistrúnaðarmaður

    Starfsmaður öryggisnefndar
    Starfsmaður öryggisnefndar tekur við fyrirspurnum og ábendingum til nefndarinnar:
    Aron Freyr Kristjánsson, starfsmaður nefndar, s. 543 1316. Netfang: aronf@landspitali.is

    Erindisbréf

    Hjúkrunarráð starfaði áður samkvæmt heilbrigðislögum en var lagt niður árið 2020.

    ______________________________________________________________________________________________________________

    Aðsetur: Eiríksgata 19
    Sími: 543 5705

    Formaður hjúkrunarráðs: 
    Guðríður Kristín Þórðardóttir 
    gudridk@landspitali.is
    Formaður hjúkrunarráðs: 
    Guðríður Kristín Þórðardóttir 
    gudridk@landspitali.is
    Formaður hjúkrunarráðs: 
    Guðríður Kristín Þórðardóttir 
    gudridk@landspitali.is

    Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala 2016-2017
    Marta Jónsdóttir formaður
    martjons@landspitali.is

    Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður Landspítala og stjórnendur hans. 
    Hjúkrunarráð á frumkvæði að og er vettvangur umræðna um hjúkrun, innan stofnunar og utan. Hjúkrunarráð hvetur til þess að hjúkrun á LSH sé byggð á gagnreyndri þekkingu þar sem markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun.

    Hjúkrunarráð tekur þátt í þróunarvinnu innan sjúkrahússins meðal annars með því að hvetja til klínískra rannsókna í hjúkrun og góðra tengsla við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum.

    Hjúkrunarráð er til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. 
    Hjúkrunarráð er einnig stjórnendum heilbrigðismála utan sjúkrahússins til ráðuneytis sé eftir því leitað.

    Í hjúkrunarráði eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans, sem hafa starfað í þrjá mánuði og eru í föstu starfi. Allir félagar hafa tillögu- og atkvæðisrétt.

    Skýrslur stjórnar

    Hér eru birtar ársskýrslur hjúkrunarráðs Landspítala sem PDF skjöl.

     

    Læknaráð starfaði áður samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu en var lagt niður árið 2020.

    ______________________________________________________________________________________________

     

    Var efnið hjálplegt?
    Takk fyrir
    Af hverju ekki?