Fagráð Landspítala
Fagráð Landspítala starfar samkvæmt 13.gr laga nr 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Forstjóra ber að leita álit fagráðs um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag Landspítala.
Markmið fagráðs er m.a. að hafa frumkvæði að og vera vettvangur faglegra umræðna og vera ráðgefandi vettvangur fyrir starfsfólk stofnunarinnar um fagleg málefni. Fagráð Landspítala á frumkvæði að og skipuleggur að minnsta kosti árlega fjölfaglega fræðsluviðburði.
Starfsreglur fagráðs
Tölupóstfang fagráðs: fagrad.lands@landspitali.is
Upplýsingar
Fagráð Landspítala er skipað 7 fulltrúum starfandi fagstétta innan stofnunarinnar. Sætum í fagráði er skipt á milli heilbrigðisstétta og faghópa á eftirfarandi hátt:
- Hjúkrunarfræðingar, læknar og sjúkraliðar tilnefna hver um sig einn fulltrúa
- Rannsóknarstéttir, þjálfunarstéttir og viðtalsstéttir tilnefna hver um sig einn fulltrúa
- Forstjóri skipar einn fulltrúa án tilnefningar
Nánari útlistun fagstétta:
- Hjúkrunarfræðingar tilnefna úr hópi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
- Rannsóknarstéttir; geislafræðingar, lífeindafræðingar, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, náttúrufræðingar, næringarfræðingar
- Viðtalsstéttir; áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar
- Þjálfunarstéttir; sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar, talmeinafræðingar
Stjórn skipuð 1. maí 2025 til þriggja ára:
- Signý Sveinsdóttir (formaður)
- Gunnsteinn Ægir Haraldsson
- Jakobína Rut Daníelsdóttir
- Hrönn Ljótsdóttir
- Sólveig Steinunn Pálsdóttir
- Auður Ketilsdóttir.
Hlutverk
- Vera forstjóra til álits um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag heilbrigðisstofnunarinnar.
- Hafa frumkvæði að og vera vettvangur faglegra umræðna um meðferð og þjónustu.
- Stuðla að því að meðferð og þjónusta grundvallist ætíð á gildandi lögum, siðareglum og gagnreyndri þekkingu í samræmi við stefnu og markmið Landspítala.
- Veita umsagnir um lagasetningar og breyingar á sviði heilbrigðismála eftir því sem við á.
- Vera ráðgefandi vettvangur fyrir starfsfólk stofnunarinnar og taka til umfjöllunar og/eða umsagnar fagleg málefni.
- Eiga frumkvæði að og skipuleggja árlega þverfaglega fræðsluviðburði.
Skipulag
- Fagráð fundar a.m.k. einu sinni í mánuði frá september og fram í maí. Yfir sumarið er fundað eftir þörfum.
- Fagráð boðar til upplýsinga- og samráðsfunda í samráði við forstjóra, þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári.
- Fundargerðir skulu skráðar og birtar á vef Landspítala.
- Fundur er ályktunarfær ef viðstödd eru 5 af 7 fulltrúum . Fulltrúa er heimilt að skila atkvæði sínu skriflega til formanns eða varaformanns utan hefðbundins fundar ef viðkomandi sér ekki fram á að geta mætt á fundinn.
Frétt um málþingið - myndbandskynning á Facebook