Leit
Loka
_28A9800-20x30.jpg (1596092 bytes)

Upplýsingar  

Fagráð Landspítala er skipað 7 fulltrúum starfandi fagstétta innan stofnunarinnar. Sætum í fagráði er skipt á milli heilbrigðisstétta og faghópa á eftirfarandi hátt:

  • Hjúkrunarfræðingar, læknar og sjúkraliðar tilnefna hver um sig einn fulltrúa
  • Rannsóknarstéttir, þjálfunarstéttir og viðtalsstéttir tilnefna hver um sig einn fulltrúa
  • Forstjóri skipar einn fulltrúa án tilnefningar

Nánari útlistun fagstétta:

  • Hjúkrunarfræðingar tilnefna úr hópi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
  • Rannsóknarstéttir; geislafræðingar, lífeindafræðingar, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, náttúrufræðingar, næringarfræðingar
  • Viðtalsstéttir; áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar
  • Þjálfunarstéttir; sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar, talmeinafræðingar

Erindisbréf 2023

Stjórn skipuð 1. maí 2021 til þriggja ára: 

  • Marta Jóns Hjördísardóttir hjúkrunarfræðingur, formaður - F.h. hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra
  • Þórunn Jónsdóttir læknir - F.h. lækna 
  • Jakobína Rut Daníelsdóttir sjúkraliði, varaformaður - F.h. sjúkraliða
  • Ólafur Eysteinn Sigurjónsson náttúrufræðingur - F.h. rannsóknarstétta
  • Halldóra Eyjólfsdóttir sérfræðingur í sjúkraþjálfun - F.h. þjálfunarstétta 
  • Erla Björg Birgisdóttir sálfræðingur - F.h. viðtalsstétta 
  • Signý Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur - Skipuð án tilnefningar 

Hlutverk

  • Vera forstjóra til álits um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag heilbrigðisstofnunarinnar.
  • Hafa frumkvæði að og vera vettvangur faglegra umræðna um meðferð og þjónustu.
  • Stuðla að því að meðferð og þjónusta grundvallist ætíð á gildandi lögum, siðareglum og gagnreyndri þekkingu í samræmi við stefnu og markmið Landspítala.
  • Veita umsagnir um lagasetningar og breyingar á sviði heilbrigðismála eftir því sem við á. 
  • Vera ráðgefandi vettvangur fyrir starfsfólk stofnunarinnar og taka til umfjöllunar og/eða umsagnar fagleg málefni.
  • Eiga frumkvæði að og skipuleggja árlega þverfaglega fræðsluviðburði.

Starfsreglur

Skipulag 

  • Fagráð fundar a.m.k. einu sinni í mánuði frá september og fram í maí. Yfir sumarið er fundað eftir þörfum.
  • Fagráð boðar til upplýsinga- og samráðsfunda í samráði við forstjóra, þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári.
  • Fundargerðir skulu skráðar og birtar á vef Landspítala.
  • Fundur er ályktunarfær ef viðstödd eru 5 af 7 fulltrúum . Fulltrúa er heimilt að skila atkvæði sínu skriflega til formanns eða varaformanns utan hefðbundins fundar ef viðkomandi sér ekki fram á að geta mætt á fundinn.
Málþing um alvarleg atvik og áhrif þeirra á heilbrigðisstarfsfólk haldið í september 2021

Frétt um málþingið - myndbandskynning á Facebook
Skýrsla hjúkrunar 2012-2023 - Hjúkrun á Landspítala
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?