Leit
Loka

Sérfræðinám í hjúkrun og ljósmóðurfræði

Sérfræðinámið er tveggja ára launað nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun í 80-100% vinnu. Áherslur þess eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun og sérfræðiljósmæðra á Landspítala.

Banner mynd fyrir  Sérfræðinám í hjúkrun og ljósmóðurfræði

Markmið sérfræðinámsins er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala og fái einstaklingsmiðaða þjálfun í hlutverkum sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræði undir leiðsögn sérfræðinga. Námið býr nemendur undir umsókn til landlæknis um sérfræðileyfi sem er forsenda fyrir því að geta kallað sig sérfræðing á klínísku sérsviði í hjúkrun eða ljósmóðurfræði og byggir á reglugerð Nr. 512 frá 22. maí 2013 um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi ásamt reglugerð Nr.1089 frá 11. desember 2012 um menntun, réttindi og skyldur ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

Um er að ræða tveggja ára launað nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun í 80-100% vinnu. Áherslur þess eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun og sérfræðiljósmæðra á Landspítala.

Auglýst er eftir umsóknum í lok ágúst árlega og ræður framkvæmdastjóri sviðs í starfið í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunar að undangengnu viðtali.

Nánari upplýsingar: Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun og kennslustjóri starfsnáms til sérfræðingsréttinda, katrinbl@landspitali.is, s. 825 3623

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?