Leit
Loka

Trans til framtíðar

"Þjónusta og þróun málefna transfólks" - ráðstefna 14. september 2019, kl. 10:00-17:00

Banner mynd fyrir  Trans til framtíðar

Hagnýtar upplýsingar

Transteymi Landspítala í samstarfi við Trans Ísland og Samtökin ´78 efna til ráðstefnu um málefni transfólks á Íslandi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, laugardaginn 14. september 2019.
Tveir sérfræðingar á sviðinu, Jamison Green (USA) og Annelou DeVries (Holland), hafa þegið boð um að halda erindi um þróun í heilbrigðisþjónustu við transfólk og siðferðisleg málefni því tengdu. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að fræða heilbrigðisstarfsfólk, kennara og aðra sem koma að málefnum transfólks í starfi sínu og gefa öllum tækifæri til að kynnast málaflokknum. Ráðstefnan er ekki síður ætluð transfólki og aðstandendum þeirra. Hún er öllum opin að kostnaðarlausu.

Jamison Green er bandarískur fyrrverandi formaður WPATH sem eru heimssamtök heilbrigðisstarfsmanna í málefnum transfólks og var fyrsti transmaðurinn til að gegna því hlutverki. Hann mun halda erindi um stefnu WPATH og nýjar Standards of Care sem eru í vinnslu, í samhengi við siðfræði og aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að málefnum transfólks á Íslandi.
Annelou DeVries er hollenskur geðlæknir sem hefur rannsakað og meðhöndlað transbörn í Hollandi í mörg ár og birt margar rannsóknargreinar um efnið. Hún mun kynna meðferðina í Hollandi og segja frá mikilvægustu rannsóknum á sviðinu. Á ráðstefnunni verða einnig fjölbreytt erindi flutt af transteymi Landspítala, Samtökunum 78, Trans Ísland og fleirum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður ráðstefnugesti velkomna.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setur ráðstefnuna og er verndari hennar. 

Sjá auglýsingu hér

Dagsrká

Staðsetning: Tjarnarsalur í Ráðhúsi Reykjavíkur
Hvenær: Laugardagur 14. september 2019, kl.10:00- 17:00
Aðgangseyrir: Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt að skrá sig

Skráning er nauðsynleg og þarf að fylla út formið hér neðan:

 


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?