Leit
Loka
Haus á Ársskýrslu 2021 (346220 bytes)

Ávarp forstjóra

„Á þessum ársfundi veltum við upp framþróunarverkefnum í kjölfar faraldurs COVID-19. En við þurfum líka að takast á við eftirköst faraldursins sem snúa að starfsfólkinu okkar. Margir eru úrvinda eftir tveggja ára þrotlausa baráttu og þarfnast sárlega hvíldar. Við erum ekki ein á báti hvað þetta varðar því að í öðrum löndum hefur orðið mikið brottfall úr röðum starfsmanna vegna streitu og kulnunar. Óhætt er að segja að staðan á Landspítala sé sérlega viðkvæm vegna manneklu og verkefna úr hófi. Við þessu verðum við að bregðast. Hlúa þarf vel að starfsfólkinu og auka velsæld með því að hyggja að bæði líkamlegum og andlegum þáttum. “
Sjá meira

 

 

Öll viðtölin - hvert viðtal fyrir sig á einni síðu

  • Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga
  • Viktoría Jensdóttir deildarstjóri rekstrarþjónustu
  • Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri bráðadagdeildar
  • Björn Jónsson, deildarstjóri heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar (HUT)
  • Svanheiður Lóa Rafnsdóttir yfirlæknir
Öll viðtölin í einni upptöku á Facebook

Ellefu einstaklingar voru heiðraðir og sex teymi á ársfundi Landspítala 13. maí 2022.

Heiðranir starfsfólks og hópa:

Lykiltölur Landspítala 2017-2021 

Gröf: KLÍNÍSK STARFSEMI  - REKSTUR - MANNAUÐUR - GRÆNT BÓKHALD

 
 
 

Hér fyrir neðan er fjöldi frétta í texta og myndskeiðum sem tengjast starfsemi Landspítala á árinu 2021 og birtust á vef spítalans.

Spítalamyndskeið 2021

Allar eldri fréttir

Það er mikilvægt starfsemi á Landspítala að eiga stuðning og veljavilja fólks vísan.   Á hverju ári færa einstaklingar eða fulltrúar fyrirtækja og stofnana spítalanum gjafir eða styrki af ýmsum toga. Allur þessi stuðningur, smár sem stór, vitnar um þennan hlýja og góða hug til Landspítala og kemur sér vel. Verðmæti gjafa og styrkja nemur hundruðum milljóna króna á hverju ári.

Hér er sagt frá nokkrum af þeim fjölmörgu gjöfum sem spítalanum voru færðar á árinu 2021. Það er líka hægt að styrkja starfsemina með því til dæmis að kaupa minningarkort eða styrkja hinu ýmsu sjóði á Landspítala.

Minningarkort

Beinir styrkir (sjóðir)

Allar eldri fréttir

Baráttan við heimsfaraldur COVID-19 einkenndi starfsemi Landspítala árið 2021. Í ársbyrjun var spítalinn á óvissustigi en enginn inniliggjandi með virkt smit, hins vegar 22 sem höfðu lokið einangrun. Nærri árslokum var spítalinn færður á neyðarstig og 21 sjúklingur var þá inniliggjandi með COVID-19, þar af 6 á gjörgæslu og 5 þeirra í öndunarvél.

Um mitt árið hafði Landspítali verið færður á hættustig eftir að faraldurinn var kominn í veldisvöxt. Það rofaði til í september og spítalinn fór á óvissustig en aftur á hættustig í nóvember.

Það mæddi mikið á mörgum í spítalastarfseminni vegna COVID-19 og farsóttanefnd / viðbragðsstjórn sendu frá sér fréttir og tilkynningar svo hundruðum skipti sem birtust á miðlum spítalans, þar á meðal upplýsandi efni í tölum, og gjarnan fylgdu með ljósmyndir Þorkels Þorkelssonar og myndskeið Ásvaldar Kristjánssonar til að lýsa ástandinu sem best.

COVID-19 fréttir á vef Landspítala 2021

COVID-19 - tölulegar upplýsinga (birt eftir árum)

COVID-19 ljósmyndasyrpa 2021


Árið 2021 á Landspítala

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?