Göngu- og dagdeildir meðferðareiningar lyndisraskana
Meðferðareining lyndisraskana býður upp á dag- og göngudeildarþjónustu sem sinnir alvarlegum lyndisröskunum. Um er að ræða greiningu og meðferð fyrir alvarlegar kvíðaraskanir, þunglyndi, átröskun, persónuleikaröskun og áfallastreituröskun þegar þjónusta á vægari þjónustustigum hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
Díana Líz Franksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Birna Guðrún Þórðardóttir, geðlæknir
Hafðu samband
Hér erum við
Hringbraut og Kleppur - Sjá nánar í flipa hér fyrir neðan
Hagnýtar upplýsingar
Hringbraut:
Bílastæði: Upplýsingar um bílastæði við Hringbraut má finna hér >>
Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.
Kleppur:
Strætóleiðir: Leiðir 12 og 16 stoppa á Sæbrautinni við Sægarða.
Engin bílastæðagjöld eru tekin á bílastæðunum við Klepp.
Meðferðareining lyndisraskana býður upp á dag- og göngudeildarþjónustu sem sinnir alvarlegum lyndisröskunum. Um er að ræða greiningu og meðferð fyrir alvarlegar kvíðaraskanir, þunglyndi, átröskun, persónuleikaröskun og áfallastreituröskun þegar þjónusta á vægari þjónustustigum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Einnig er veitt snemmtækt inngrip við geðhvörfum.
Fagaðilar heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi geta sótt um þjónustu fyrir einstaklinga með því að senda tilvísun til inntökuteymis meðferðareiningar lyndisraskana. Göngu- og dagdeildir meðferðareiningu lyndisraskana samanstendur af fimm þverfaglegum teymum:
Tilvísanir til inntökuteymis meðferðareiningar lyndisraskana skulu berast með rafrænum hætti. Ef þess er ekki kostur er hægt að senda bréf á heimilisfang merkt: Inntökuteymi meðferðareiningar lyndisraskana, geðsvið Hringbraut, 101 Reykjavík.
Inntökuteymi meðferðareiningar lyndisraskana fundar einu sinni í viku þar sem tekin er afstaða til tilvísunar. Ef tilvísun er samþykkt þá fer hún á biðlista hjá viðeigandi sérhæfðu göngudeildarteymi. Tilvísandi fær bréf um hvort að tilvísun er samþykkt eða ekki. Ef skjólstæðingur hefur fengið samþykkta tilvísun þá fær hann bréf með upplýsingum um áætlaðan biðtíma. Haft er samband við einstakling til að bóka tíma þegar að honum kemur. Ef tilvísun er hafnað fær skjólstæðingur sent bréf þess efnis.