Leit
Loka

Göngudeild - Barnaspítali 20E

Fjölþætt þjónusta fyrir börn sem hafa ýmsa sjúkdóma. Eftirfylgd barna sem legið hafa á legudeild eða komið á bráðamóttöku

Deildarstjóri

Lilja Hjörleifsdótti

Yfirlæknir

Valtýr Stefánsson Thors

Banner mynd fyrir  Göngudeild - Barnaspítali 20E

Hafðu samband

Göngudeild barna  - mynd

Hér erum við

Barnaspítali Hringsins - jarðhæð

Finna okkur á korti

Hagnýtar upplýsingar

Á göngudeild Barnaspítala Hringsins er veitt sérhæfð þjónusta fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna sjúkdóma og annarra vandamála, sjá nánar undir Teymi. 

Á göngudeildinni er einnig:

  • Fimm daga skoðun nýbura
  • Heyrnarmælingar nýbura
  • Sónarskoðun vegna gruns um hjartasjúkdóma
  • Erfðaráðgjöf
  • Þjónusta við börn nýbúa og fjölskyldur ættleiddra barn
  • Þjónusta talmeinafræðinga

Komur á göngudeild barna eru um 11.500 árlega.

Hugtakið „yfirfærsla á heilbrigðisþjónustu“ er notað um undirbúning og flutning frá heilbrigðisþjónustu barna yfir í heilbrigðisþjónustu fullorðinna. Yfirfærslutímabilið er gott tækifæri fyrir ungmenni með langvinnan heilsuvanda til að taka ábyrgð á sínu heilsufari og öðlast sjálfstæði og öryggi í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk.
Bæklingurinn „Ungmenni með langvinnan heilsufarsvanda, hvað er framundan?“ útskýrir hvað felst í flutningi frá barnadeildum yfir á fullorðinsdeildir. Einnig fylgir hér matslisti sem kjörið er að skoða og ræða um við sinn meðferðaraðila.


Göngudeild - kynning

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?