08:00-22:00 á föstudögum
Dagdeild skurðlækninga A5
Tekið á móti sjúklingum sem leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspítala Fossvogi
Sigrún Sigurðardóttir
Hafðu samband
Hagnýtar upplýsingar
Á dagdeild skurðlækninga er tekið á móti sjúklingum, börnum og fullorðnum, sem eru að leggjast inn til skurðaðgerðar á Landspítala Fossvogi. Einnig koma á deildina sjúklingar í eftirlit eftir inngrip og rannsóknir á röntgendeild.
Í Fossvogi eru bæklunaraðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, heila- og taugaaðgerðir, tannviðgerðir í svæfingu, lýtaaðgerðir og æðaðgerðir.
Sjúklingar koma á deildina að morgni aðgerðardags og þar er undirbúningur fyrir aðgerð. Sjúklingar sem ekki þarfnast innlagnar á legudeild eftir aðgerð koma aftur á dagdeildina eftir skurðaðgerðina til að jafna sig áður en þeir útskrifast heim. Aðrir sjúklingar fara á legudeild eftir aðgerð.
Á dagdeild koma einnig þeir sjúklingar sem leitað hafa á bráðamóttöku í Fossvogi og þurfa að fara í aðgerð í framhaldi af því. Margir útskrifast heim um kvöldið en aðrir leggjast inn á legudeildir í kjölfar aðgerða.
Atriði sem vert er að hafa í huga um notkun á Netinu:
- Talið ekki um aðra sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi
- Setjið ekki inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi
- Setjið ekki upplýsingar úr sjúkraskrá á Netið
- Virðið friðhelgi einkalífsins og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
Háls-, nef- og eyrnalækningar
- Aðgerð vegna nefbrots
- Eitlahreinsun úr hálsi (neck dissection)
- Eitlataka úr hálsi
- Enduruppbygging á hljóðhimnu
- Hálskirtlataka hjá börnum
- Kalkkirtlar fjarlægðir
- Munnvatnskirtill fjarlægður
- Nefblæðing - fræðsluefni
- Nefsjáraðgerð (FESS)
- Skurðaðgerð á úf og mjúka gómi (UPPP)
- Smásjáraðgerð á barkakýli
- Viðgerð á skökku miðnesi (septum plastic)
Lýtalækningar
Æðakerfi
- Heltiganga (færeyska)
- Ísetning ígrædds blóðskilunarleggs
- Slagæðastíflun til lifrarhnúta (TACE)
- Slagæðastíflun vegna stækkunar á blöðruhálskirtli
- Slagæðaþræðing
- Slagæðaþræðing (færeyska)